Ráðherra endurskoði veiðigjöldin

Stjórn Landssambands smábátaeigenda (LS) skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að beita sér nú þegar fyrir breytingu á lögum um veiðigjald, en 1. september nk. hækkar gjaldið um tugi prósenta. „Þetta er á annað hundrað prósenta hækkun en fiskverðið lækkar,“ segir Örn Pálsson, formaður LS,  í samtali við Morgunblaðið en veiðigjald hækkar t.d. á þorsk um 107% og ýsu um 127%. Örn segir þessa ákvörðun byggjast á forsendum ársins 2015 þegar útgerð gekk vel, en sterkt gengi íslensku krónunnar ásamt lækkandi fiskverði hafi veikt sjávarútveginn. „Við komum jafnframt með hugmyndir um hvernig hægt sé að jafna stöðu sjávarútvegsfyrirtækjanna með þrepaskiptingu í gjaldtöku,“ segir Örn, en hann telur að minni sjávarútvegsfyrirtækin og smábátaeigendur muni fara sérstaklega illa út úr hækkununum.

DEILA