Íbúafundur um Hvalárvirkjun

VesturVerk hefur boðað til fundar með íbúum Árneshrepps í Félagsheimilinu í Árnesi í Trékyllisvík mánudaginn 26. ágúst næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 16.

Á fundinum mun Ásbjörn Blöndal, stjórnarformaður VesturVerks, reifa stöðuna í undirbúningi Hvalárvirkjunar og ræða við heimamenn um næstu skref.

VesturVerk hefur boðið fulltrúum Landnets á fundinn og munu þeir segja stuttlega frá verkefnum sem snúa að tengingu virkjunarinnar við flutningskerfið ásamt því að svara fyrirspurnum.

Hvalárvirkjun er virkjun sem fyrirhuguð er í Ófeigsfirði á Ströndum. Með Hvalárvirkjun á að virkja árnar Hvalá, Rjúkanda og Eyvindarfjarðará á Ófeigsfjarðarheiði til raforkuframleiðslu og er gert ráð fyrir að afl virkjunarinnar verði 55 MW.

Fyrirhuguð eru þrjú miðlunarlón Vatnalautalón, Hvalárlón og Eyvindarfjarðarlón.

DEILA