Strax á öðrum degi eru Lettnesku smiðirnir komnir vel áleiðis að reisa einbýlishús Guðmundar M. Kristjánssonar á Hlíðarvegi 50 Ísafirði. Er mikill gangur í verkinu. Muggi ráðgerir að það taki aðeins þrjá daga að reisa húsið og ganga frá því að utan.
Öflugur krani er á staðnum og hífir einingarnar.
Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.