Ráðherra: norskur eldislax mesta ógnin við líffræðilega fjölbreytni

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir í Morgunblaðinu í dag að hann hafi áhyggjur af sjókvíaeldi. „Okkar mesta ógn við líffræðilega fjölbreytni, samkvæmt úttektum, er norskur eldislax“ er haft eftir ráðherranum.

Ráðherrann fagnar áformum um landeldi. Þar muni fara fram matvælaframleiðsla uppi á landi sem skapar ekki neina slíka hættu, sem fylgi sjókvíaeldi.

DEILA