Góðar samgöngur milli Ísafjarðar og Bolungavíkur

Ekki verður annað sagt en að góðar áætlunarsamgöngur séur milli Ísafjarðar og Bolungavíkur. Alla virka daga eru níu ferðir milli staðanna og eru um að ræða gjaldfrjásar almenningssamgöngur sem eru í boði fyrir alla íbúa. Hefur svo verið frá janúar 2023.

Á Ísafirði er stoppistöð á Torfnesi og Króknum en í Bolungarvík er það við Íþróttamiðstöðina og Hvíta húsið.

Auk þessar ferða er flugrúta sem fer í öll flug á Ísafjarðarfugvöll með farþega til og frá Bolungarvík, Hnífsdal og Ísafirði, en nauðsynlegt er að panta far með rútunni í síma 893 8355 og borga fargjald.

Tímataflan fyrir rútuferðirnar.

DEILA