Íbúum fjölgar í Ísafjarðarbæ

Horft yfir Ísafjörð.

Íbúum Vestfjarða fjölgaði um 55 á tímabilinu 1. desember 2023 til 1. ágúst 2024 samkvæmt tölum Þjóðskrár.

Íbúum í Ísafjarðarbæ fjölgaði um 67 og eru þeir nú 4002 í Kaldrananeshreppi fjölgaði um 9 og í Bolungarvík um 4.

Í Strandabyggð fækkaði um 10 og um 3 bæði í Súðavík og Reykhólahreppi og um 1 í Árneshreppi.

Íbúar í Vesturbyggð eru nú 1447 og er það fækkun um 8 frá því sem var í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi þann 1. desember 2023

Af 63 núverandi sveitarfélögum þá fækkaði íbúum í 11 sveitarfélögum en fjölgaði eða stóð í stað í 52 í sveitarfélögum.

DEILA