Skálavík: fjölmennt um verslunarmannahelgina

Skálavík utan Bolungavíkur er vinsælt útivistarsvæði og sumarbústaðaland. Þar var áður búið á allnokkrum bæjum en víkin fór í eyði á sjöunda áratug síðustu aldar. Enn eru þar margir sumarbústaðir og húsum haldið við húsnæði á gömlum bæjum.

Um verslumarnannahelgina var fjömennt í Skálavíkinni og kom fólkið saman á laugardagskvöldinu og skemmti sér saman með leik og söng.

Ætla má að um 100 manns hafi verið í Skálavíkinni um helgina.

Veðrið var fremur þungbúið á laugardagskvöldinu.

Varðeldur í fjörunni.

Bræðurnir Hafþór og Bæring Gunnarssynir verja miklum tíma í Skálavík.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

DEILA