Harmonika á Byggðasafni Vestfjarða

Hvít 5 raða hnappaharmonika af gerðinni HERFELD & COMP., 100 nótur í diskant og 120 í bassa, 5 kóra og 1 skipting. Framleidd í Þýskalandi.

Mjög fallegt hljóðfæri og mikið skreytt.  Mikið uppgerð, en ekki spilhæf.

Daníel Rögnvaldsson lék á þessa harmoniku á dansleikjum á Ísafirði og nágrenni árum saman. Daníel var þekktur og vinsæll harmonikuleikari hér við Ísafjarðardjúp.

Harmonikan er gefin af afkomendum Daníels Rögnvaldssonar í minningu feðganna Daníels Rögnvaldssonar og Hauks Daníelssonar.

Af sarpur.is

DEILA