Vestfirski fornminjadagurinn:

laugardaginn 10. ágúst kl. 10:00-12:00 við skála Hallvarðs í botni Súgandafjarðar

*Saga Hallvarðs súganda og skálinn hans

Eyþór Eðvarðsson frá Fornminjafélagi Súgandafjarðar fer yfir nýjar upplýsingar frá Noregi um hver hann var, hvaðan hann kom og hvers vegna hann kom til Íslands. Sagt verður frá sögunni á bak við skálann, sem er byggður eftir fornleifarannsókn á skála sem var við Hrafnseyri við landnám.

  • Áhugaverðustu fornleifarannsóknir Vestfjarða

Margrét H. Hallmundsdóttir fornleifafræðingur mun segja frá mjög áhugaverðum fornleifarannsóknum á Vestfjörðum, m.a. stórmerkilegu og mjög sjaldgæfu bátskumli sem fannst í Hringsdal.

  • Baskavígin á Fjallaskaga

Elfar Logi listamaður mun segja frá Baskavígunum og fara sérstaklega yfir það sem gerðist á Fjallaskaga í Dýrafirði. Hörmuleg saga sem of lítið hefur verið fjallað um.

  • Vopn og vopnaburður á landnámsöld

Atli Freyr Guðmundsson fornleifafræðingur og áhugamaður um skylmingar verður með erindi um vopn og vopnaburð landnámsmanna. Hann mætir með alvæpni.

  • Fornleifar við sjávarsíðuna

Lísebet Guðmundsdóttir fornleifafræðingur og minjavörður okkar Vestfirðinga mun segja frá fornleifarannsóknum á Ströndum sem hún vann að og þýðingu þeirra.

  • Saga muna á Byggðasafni Vestfjarða

Jóna Símona Bjarnadóttir forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða mun sýna og segja frá nokkrum áhugaverðum hlutum í eigu Byggðasafnsins.  Allir munir eiga sögu, sumir mjög áhugaverða.

  • Söngur við langeldinn

Hægt verður að mæta fyrr til að skoða skálann og fá leiðsögn. Fjölmargir mæta í fatnaði frá landnámsöld og öll sem geta eru hvött til að gera það líka .

Öll velkomin inn á meðan húsrúm leyfir.

Vestfirski fornminjadagurinn er í góðu samstarfi við Act alone hátíðina sem er á Suðureyri á sama tíma.

DEILA