Kvikmyndin Draumar, Konur & Brauð sýnd í Súðavík

Vestfirðingum er boðið á bíósýningu í bókasafninu í Súðavík sunnudaginn 4.ágúst n.k. kl: 20:00.

Mæðgurnar; Guðrún Fjóla Kristjánsdóttir og Sigríður Hafliðadóttir í Kaffi Litlabæ eru fulltrúar Vestfjarða í myndinni.

Myndin er draumkennd heimildamynd í anda töfraraunsæis, þar sem 6 konur, sem reka 5 kaffihús hringinn í kringum landið segja frá lífi sínu, draumum og því af hverning reksturinn hófst.

Söguþráður þar sem tvær ólíkar konur frá Reykjavík, sem fara hringinn og heimsækja kaffihúsin bindur saman litlu heimildamyndirnar um kaffihúsakonurnar.

Tónlist, húmor, þjósögur og minni landsins leika sitt hlutverk þar sem áhorfandinn er tekinn með í æfintýraríkt ferðalag stutta kvöldstund.

Myndin er 93 mínútur að lengd og aðstendendur myndarinnar verða á staðnum

DEILA