Þjóðskrá: fækkar á Vestfjörðum í júní

Í Ísafjarðarbæ eru skráðir 3.997 íbúar , þar af eru 895 erlendir ríkisborgarar eða 22,3%.

Samkvæmt tölum þjóðskrár um lögheimilisflutninga í júní mánuði fluttu 60 manns af Vestfjörðum í aðra landshluta og 16 manns fluttu til Vestfjarða. Flutningsjöfnuður þann mánuð var því neikvæður um 44 manns.

Þjóðskrá hefur ekki birt tölu um íbúafjölda í sveitarfélögum 1. júlí og ber því við að sameining sveitarfélaga tefji birtingu talna. Það liggur því ekki fyrir hvort íbúafækkun hafi orðið í samræmi við þessar flutningstölur en telja verður líklega að um einhverja fækkun hafi verið að ræða í mánuðinum.

Hins vegar sýnir samantekt af tölum fyrir janúar til apríl 2024 að í þremur mánuðum af fjórum fluttu fleiri til Vestfjarða en frá og samtals fjölgaði lögheimilisskráningum á Vestfjörðum um 32 þessa fjóra mánuði.

Í síðustu birtu íbúatölum Þjóðskrár, sem eru miðaðar við 1. júní voru íbúar 7.531 og hafði fjölgað um 54 á 6 mánaða tímabili frá 1. dese,ber 2023.

Í júnímánuði voru samtals 5.742 lögheimilisskráningar. Þar af voru 128 frá Vestfjörðum. Af þeim fjölda voru 68 að flytja sig til innan Vestfjarða, svo út af svæðinu voru 60 tilkynningar, mest til höfuðborgarsvæðisins eða 38. Frá höfuðborgarsvæðinu fluttu 5 til Vestfjarða.

DEILA