Norska Hafró: eldislax dreifir ekki sjúkdómum í villta laxinn

Laxeldi Arctic Fish í Arnarfirði.

Nýleg skýrsla sem unnin var á norski Hafrannsóknarstofnuninni og birt í vor styrkir fyrri niðurstöðu þess efnis að sjúkdómar dreifast ekki frá eldislaxi í villtan lax. Er það niðurstaða vísindamannanna að það sé lítil hætta á að eldislaxinn smiti villtan lax.

Í rannsókninni, sem gerð er árlega, var athugað hvort væri að finna fimm tegundir af bakteríum og vírusum sem eru í eldislaxi í seiðum af villtum laxi og sjóbirtingi.

Tekin voru seiði á nokkrum stöðum í Noregi, m.a. í Harðangursfirði og Boknafirði, en umfangsmikið laxeldi er í þeim fjörðum. Ef villtur fiskur smitaðist af eldislaxinum þá ættu það að sjást í villtum fiski á þessum svæðum. Mjög fá seiði reyndust hafa þrjá vírusana og telst það vera mjög lágt hlutfall.

Segir í skýrslunni að niðurstaðan styrki fyrri ályktun stofnunarinnar þess efnis að litlar líkur séu á því að smit berist frá eldisfiskinum í villtan laxfisk.

Skýrslugerðin er hluti af árlegu eftirliti norski Matvælastofnunarinnar með áhrifum af laxeldi í sjó.

DEILA