Nýtt útlit á Vísindavef HÍ

©Kristinn Ingvarsson

Nýtt útlit var tekið í notkun á Vísindavef HÍ þann 8. júlí 2024.

Útlitið er hannað af fyrirtækinu Jökulá sem sér um hönnun á vefjum Háskóla Íslands. Útlitsbreytingin er liður í að samræma betur ýmsa vefi HÍ og gefa þeim notendavænan heildarsvip. Geirlaugur Kristjánsson viðmótshönnuður sá um að útfæra væntanlegt útlit aðalvefs HÍ að Vísindavefnum og Julian Ehrenstrasser hafði umsjón með allri þeirri forritunarvinnu sem tengist útliti.

Ýmsar breytingar sem nú eru gerðar á Vísindavefnum eiga að tryggja enn frekar aðgengi sem flestra að því efni sem þar er að finna um vísindi og fræði.

Í því sambandi má nefna að vefurinn styðst nú við leturgerðina Atkinson Hyperlegible, en hún er sérhönnuð af Braille-stofnuninni í Bandaríkjunum í því augnamiði að gagnast sjónskertum vel.

Einnig er nú tekin í notkun svonefnd brauðmolaslóð á Vísindavefnum sem gefur notendum kost á að hafa betri yfirsýn yfir staðsetningu sína á vefnum og einfalda fyrir þeim að rekja sig eftir fróðleiknum sem í boði er.

DEILA