Nábrókin – Hátíð í Trékyllisvík

Smáhátíðin Nábrókin hefst eins og endranær á tónleikum Melasystra í fjárhúsunum á Melum 1.

Hér eru systurnar á heimavelli og þar verður boðið upp á sannkallað hlaðborð af allskonar tónlist, gleði og ekta sveitastemmingu. Að vanda verða frábærir tónlistarmenn með í för, Þorvaldur Örn verður á hljómborðinu, Ragnar Torfason á bassanum og Tryggvi Þór Skarphéðinsson sér um slagverksleik.

Sveitaball verður á laugardag kl. 22:30 þar sem hljómsveitin Blek og byttur spila fyrir dansi en þá má í raun kalla þá heimamenn í Árneshreppi enda órjúfanlegur hluti af hátíðinni.

Mýrarboltinn er órjúfanleg hefð á Verslunarmannahelgi í Árneshreppi. Það er fátt meira hressandi og skemmtilegt en að „hlaupa“ um í drullunni eltandi rennblautan bolta og koma honum í netið. Stórkostlegt að horfa á og gaman að spreyta sig!

Magir viðburðir aðrir eru á dagskrá sem fræðast má um á facebooksíðu hátíðarinnar.

DEILA