Sigurbjörg ÁR 67 komin til landsins

3018. Sigurbjörg ÁR 67. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2024.

Nýtt skip Ísfélagsins hf í Vestmannaeyjum Sigurbjörg ÁR 67 kom til Hafnarfjarðar rétt fyrir hádegi í gær.

Skipið er að koma frá Celiktrans skipasmíðastöðinni í Istanbul í Tyrklandi hvar það var smíðað. Siglingin heim tók um 15 daga, en lagt var af stað heim til Íslands 12. júlí síðastliðinn.

Skipið er ísfisktogari og er mesta lengd skipsins 48,1 metrar og breidd þess er 14 metrar.

Skipið er búið fjórum togvindum og með möguleika á þriggja trolla veiðum. Aðalvélin er 1.795 kW.

Skipið er hannað af íslenska skipahönnunarfyrirtækinu Nautic. Sama skrokklag er á skipinu og HB Granda skipunum sem Nautic hannaði upp úr 2015 með svokölluðu Enduro Bow stefni.

Sigurbjörg er styttra og breiðara skip en Akurey og Viðey.

Af skipamyndir.com

DEILA