Selatalningin mikla í 15. sinn

Sjálfboðaliðar fengu þjálfun fyrir talninguna. Mynd: FB/Selasetur Íslands

Í Húnahorninu sem er vefmiðill í Húnavatnssýslu er sagt frá því að selatalningin mikla hafi farið fram í gær og að þetta sé í 15. sinn sem hún fari fram.

Alls tóku 48 sjálfboðaliðar þátt í talningunni í ár. Selir voru taldir á Vatnsnesi og Heggstaðanesi á svæði sem samsvarar um 107 kílómetra langri strandlengju.

Í laugardag fór fram afhending gagna, kynning og þjálfun á Selasetrinu og talningin sjálf hófst svo klukkan átta í gær og stóð fram til hádegis.

Niðurstöðu verða svo birtar seinna.

DEILA