Tónleikar í Gallerí Úthverfu í dag

Föstudaginn 26. júlí kl. 16 – 17 verða haldnir tónleikar á sýningu Spessa – FAUK – í Úthverfu, Aðalstræti 22. Tilvalið að kíkja við á milli tveggja viðburða: markaðsdags í Dokkunni og opnunar á sýningunni TVEIR VITAR í Edinborg.

Morjane Ténéré er söngkona og lagasmiður innblásinn af þjóðlagatónlist, blús, tónlist frumbyggja Ameríku or þjóðlegri tónlist frá Norður-Afríku. Hún hefur haldið yfir tvöhundruð tónleika um alla Evrópu. Nafnið hennar, Ténéré, þýðir eyðimörk á máli Túarega. Frumefnin – vatn, eldur, jörð og loft – eru rauði þráðurinn í lögunum hennar og tónlistin ber keim af helgisiðum, hún er bæði ferðalag og upphaf. Rödd hennar mun fá þig til að gráta.

Með henni spilar fransk-íslenski tónlistarmaðurinn Christian Helgi á trommur, gítar og píano

DEILA