Laxeldisfyrirtækið Arctic Fish sem ásamt dótturfyrirtækjunum Arctic Smolt, Arctic Sea Farm og Arctic Odda starfar vítt og breytt um Vestfirði segir frá því á facebooksíðu sinni í gær að það hafi gefið Dýrfirðingum lax sem þeir hafi kunnað vel að meta.
„Matvælastofnun hefur ýmiskonar eftirlit með eldisfyrirtækjum. Eitt af því sem að þau vilja kanna er kynþroskastig fiskins okkar.
Til að til að kanna kynþroska verður að aflífa fiska, taka út kynkirtla og vega þá. Í gær fór þessi rannsókn fram og stýrðu starfsmenn Blás Akurs aðgerðinni. Tekin voru sýni af 133 fiskum með meðalþyngd um 4kg sem er fyrirtaks matfiskur.
Ekki vildum við láta þá fara til spillis og starfsfólkið okkar í Dýrafirði tók sig til og bauð Þingeyringum upp á þessi flottu laxaflök sem að Rafal okkar hafði flakað.
Þetta virðist hafa farið vel í íbúana og má sjá á samfélagsmiðlum myndir af gómsætum laxaréttum sem voru á boðstólum á Þingeyri í gær.“