Ólöglegt bleikiefni í hveiti og framleiðslugalli á safa

Matvælastofnun vill upplýsa neytendur um innköllun á tveimur tegundum af United flour hveiti frá Thailandi sem fyrirtækin Fiska.is og Dai Phat flytur inn vegna þess að það inniheldur ólöglegt aukefni benzólý peroxíð. Fyrirtækin hafa í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna.

Tilkynningarnar bárust til Matvælastofnunar í gegnum RASFF evrópska hraðviðvörunarkerfið. 

Innköllunin á við allar dagsetningar og framleiðslulotur.

Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent að neyta hennar ekki, farga eða fara með hana í verslunina og fá endurgreitt.

Þá segir Matvælastofnun einnig frá því að Innnes ehf. hafi að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá viðskiptavinum Beutelsbacher Epla- og Gulrótarsafa (750 ml) þar sem galli við framleiðslu veldur vexti mjólkursýrubaktería þannig að drykkurinn gerjast.
Innköllunin einskorðast við þær vörur sem merktar eru með dagsetningunni 01.03.26. 

DEILA