Listahátíð Samúels 2024

Sólveig Ólafsdóttir var með sögugöngu. Myndir: Ólafur Jóhann Engilbertsson.

Listahátíð Samúels var haldin að Brautarholti í Selárdal á vegum Félags
um listasafn Samúels helgina 19.-21. Júlí og sóttu hátíðina hátt í 50 manns.

Guðni Rúnar Agnarsson var með Samúelsmessu í kirkjunni á föstudagskvöldinu og í kjölfarið var Elfar Logi Hannesson var með leiðsögn að Uppsölum þar sem Þorberg Ólafsson sagði frá heyskap með Gísla.

Sólveig Ólafsdóttir leiddi sögugöngu í Verdali á laugardeginum og flugdrekasmiðja og keppni var þá einnig í boði. Loji Höskuldsson og Þorvaldur Jónsson opnuðu sýninguna Á leiðarenda í listasafninu um miðjan dag á laugardeginum.

Á þessu ári eru 140 ár frá fæðingu Samúels og var sagt frá ævi Samúels og sýnd var í kirkjunni kvikmynd Kára G. Schram og Ólafs J. Engilbertssonar Steyptir draumar.

Krummi Björgvins, Skúli mennski komu fram í kirkjunni auk þess sem Einar Már Guðmundsson var þar með sögustund og Kraftgalli var með dj-sett.

Elfar Logi var með leiðsögn að Uppsölum.

Verðlaunahafar í flugdrekakeppni.

DEILA