FÍ: Grunnavík – Flæðareyri á laugardaginn

2 skór — laugardaginn 27. júlí

Skráning í ferð: ferdafelag.isfirdinga@gmail.com

Fararstjórn: Emil Ingi Emilsson.
Mæting við Sundahöfn á Ísafirði kl. 9:00.

Jökulfjarðaferð sem hefst á siglingu frá Sundahöfn á Ísafirði yfir í Grunnavík og þá vonandi í dásamlegu veðri og því sem næst spegilsléttum sjó. Í Grunnavík verður byggðin skoðuð og svo gengið upp að kirkjunni að Stað í Grunnavík. Frá Staðarkirkju verður gengið eftir vegi sem var lagður á síðustu árum byggðar í hreppnum. Farið verður upp á Staðarheiði eftir veginum og niður hjá Höfðaströnd. Hópurinn gengur svo út að eyðibýlinu Kollsá áður en haldið verður áfram inn að Flæðareyri. Frá mörgu að segja þegar kemur að byggðinni í Grunnavík og á Höfðaströnd. Þátttakendur geta um leið notið útivistar í fagurri náttúru Jökulfjarða. Alls ekki of strembin gönguleið.

Vegalengd: 19 km, áætlaður göngutími: 8-9 klst., hækkun upp í 173 m hæð.

DEILA