Lax: hrygningarstofn 20 þúsund – drepnir 16 þúsund laxar í fyrra

Úr skýrslu Hafrannsóknarstofnunar um veiðina 2023.

Hafrannsóknarstofnun telur að hrygningarstofn villta laxsins við Íslands hafi verið í haust um 20 þúsund laxar að afloknum veiðitíma. Það er einn minnsti hrygn­ing­ar­stofn sem mælst hef­ur og tölu­vert und­ir meðaltali aft­ur til árs­ins 1971, sem er tæplega fjöru­tíu þúsund lax­ar. Stofn­un­in kynnti þetta mat sitt á aðal­fundi Lands­sam­bands veiðifé­laga sem hald­inn var í Húsa­felli síðari hluta apr­íl­mánaðar á þessu ári. Morgunblaðið greindi frá þessu 13. maí sl.

Þrátt fyrir þetta mat stofnunarinnar gerir hún ekki neinar tillögur um veiðar eða veiðiálag.

Í yfirliti yfir lax- og silungsveiði fyrir 2023, sem er að finna á vef Hafrannsóknarstofnunar kemur fram að alls veiddust 36.538 laxar á síðasta ári. Á stöng veiddust 32.726 og 3.812 voru veiddir í net. Alls var 20.557 löxum sleppt aftur en 15.981 laxar voru skráðir sem afli, þ.e. voru drepnir.

Fjöldi laxa sem sleppt var jafngildir öllum hrygningarstofninum og fjöldinn sem kom á land er jafngildir um 80% af hrygningarstofninum.

Fiskeldi stangveiðimanna skilar 22% laxanna

Athygli vekur að hafbeit, sem er árangur af fiskeldi í tilteknum ám og veiðin byggir á sleppingum gönguseiða, skilar 7.061 lax af alls 32.726 löxum veiddum á stöng. Það gerir um 22% af fjöldanum.

Mismunurinn, sem er 25.665 laxar eru villtir laxar veiddir á stöng.

Ekki eru gefnar frekari upplýsingar um laxanna sem veiddir voru í net annað en að nær allir voru veiddir í Þjórsá, Ölfusá og Hvítá. Ef gert er ráð fyrir að þeir hafi allir verið villtir þá veiddust 29.447 villtir laxar á síðasta ári. Ljóst er að veiði á villtum laxi var rúmlega hrygningarstofninn og jafnvel allt að 150% af stærð stofnsins.

16 þúsund laxar drepnir

Fram kemur einnig í yfirliti Hafrannsóknarstofnunar um veiðina í fyrra að samtals var 15.981 lax drepinn. Það sundurliðast þannig að 7.417 lax eru skráðir villtur lax, 4.752 laxar voru hafbeitarlaxar og svo 3.812 laxar veiddir í net. Að því gefnu að netaveiddu laxarnir hafi verið villtir laxar þá voru 11.229 villtir laxar drepnir sem er um 55% af metinni stærð hrygningarstofnsins.

Met­inn hrygn­ing­ar­stofn villta lax­ins er græna lína. Síðastliðið haust um 20 þúsund fisk­ar. Meðaltal ár­anna er sýnt með brotnu lín­un­um. Bláa lín­an er heild­ar ganga og sú app­el­sínu­gula afli. Línu­rit/​Haf­rann­sókna­stofn­un

DEILA