Hvati styrktarsjóður

Hvati er sjóður sem útdeilir styrkjum á málefnasviðum menningar- og viðskiptaráðherra. Sjóðurinn veitir minni styrki til verkefna sem eiga síður möguleika á að sækja í aðra sjóði á vegum ráðuneytisins.

Málefnasvið ráðuneytisins ná meðal annars yfir menningarmál, skapandi greinar, málefni íslenskrar tungu, neytenda- og samkeppnismál, fjölmiðla, almenn viðskiptamál og ferðaþjónustu.

Styrkjum skal úthlutað til ákveðinna verkefna á vegum félaga og samtaka til eins árs í senn. Verkefnin skulu ekki njóta lögbundins stuðnings eða falla undir sjóði eða sérstaka samninga. Þá eru hvorki veittir styrkir til nefndarsetu eða styrkir til BA/BS-, eða meistaraprófsverkefna.

Samkvæmt úthlutunarreglum mun matshópur skipaður af ráðherra meta umsóknir en horft verður til ýmissa þátta við úthlutunina, m.a. hvort verkefnin þyki hafa gildi og mikilvægi fyrir stefnu viðkomandi málaflokks, og hvort markmið og árangursmælikvarðar séu skýrir.

Við síðustu úthlutun fékk Sögusetur íslenska hestsins hæsta styrkinn 3,000,000 kr.

Nánar má lesa um sjóðinn á hér.

DEILA