9. flokkur Körfuboltadeildar Vestra eru eftir sannfærandi sigur 82-39 á Breiðabliki um síðustu helgi komnir í undanúrslit í bikarkeppni KKÍ. Vestri féll um riðil í síðustu umferð Íslandsmótsins, úr A í B, en Breiðablik tók sæti þeirra eftir sigur í B-riðli.
Lið Vestra skipa Hilmir og Hugi Hallgrímssynir, Egill Fjölnisson, Blessed og James Parilla og Friðrik Vignisson. Í leiknum á móti Breiðabliki skoraði Hugi 36 stig, Hilmir 25 stig , Egill 17 stig og Blessed og Friðrik 2 stig hvor.
Þeir Hugi, Hilmir og Egill voru allir boðaðir til landsliðsæfinga milli jóla og nýárs.
Vestri er fyrsta liðið til þess að tryggja sig inn í undanúrslit en framundan eru leikir milli annarra liða í 8-liða úrslitum. Leikir Keflavíkur og Vals, KR og Fjölnis og Grindavíkur og ÍR munu fara fram á næstu dögum.
Þetta kom fram á heimasíðu Vestra í gær.