Mótið 2024 fer fram um verslunarmannahelgina í Borgarnesi.
Unglingalandsmót UMFÍ hafa farið fram reglulega frá 1992 og árlega frá 2002 um verslunarmannahelgina.
Mótið er vímulaus fjölskylduhátíð þar sem börn og ungmenni á aldrinum 11 – 18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum en samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Alls verður boðið upp á 18 mismunandi keppnisgreinar og því ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu UMFÍ