Mast: hafnar ásökunum um mútuþægni – skoða rétt starfsmanna

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar.

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar segist í svari við fyrirspurn Bæjarins besta hafna alfarið ásökunum Esterar Hilmarsdóttir um mútuþægni starfsmanna stofnunarinnar. Í aðsendri grein á Vísi síðasta þriðjudag segir Ester eftirfarandi:

 „En þrátt fyrir þessar niðurstöður skakar starfsfólk MAST sér í skrifstofustólunum svo skrjáfar í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafa stungið í vasa þeirra, um leið og þau skrifa upp á rekstrarleyfið þvert á mat Samgöngustofu og þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar.“

Ennfremur segir Hrönn:

„Við erum jafnframt að skoða rétt okkar og hvort höfundur hafi með þessum ásökunum brotið gegn ákvæðum almennra hegningarlaga varðandi að saka opinbera starfsmenn um refsiverða háttsemi. Við tökum þessu máli mjög alvarlega.“

DEILA