Eldislax næstur á eftir þorski í útflutningstekjum

Eldislaxi hefur á undanförnum fimm árum skilað næstmestum útflutningstekjum af öllum fisktegundum sem fluttar eru frá Íslandi.

Þorskurinn er í fyrsta sæti, loðnan hefur skilað næstmestum útflutningstekjum af öllum fisktegundum á þessari öld.

Síðustu fimm ár hefur laxinn þó tekið fram úr loðnunni.

Þetta kemur fram í skýrslu Radarsins sem er upplýsingasíða um sjávarútveg. Þorskurinn skilar enn sem fyrr langmestum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið og ber raunar höfuð og herðar yfir aðrar fisktegundir í þeim efnum.

Á myndinni hér að ofan sjást útflutningsverðmæti þeirra tíu fisktegunda sem hafa skilað mestum gjaldeyristekjum síðustu fimm árin.

DEILA