Sunnudaginn 4. ágúst n.k. verður sýning á nýrri íslenskri heimildar-bíómynd í bókasafninu á Súðavík, kl: 20:00.
Myndin heitir; „Draumar, Konur & Brauð“ og fjallar um konur sem reka kaffihús á landsbyggðinni, drauma, þeirra líf og rekstur. Hún var frumsýnd í Bíó Paradís 20. apríl sl.
Myndin var tekin upp í sumarbyrjun 2023, þar sem farin var hringferð um landið í tveim hlutum, en undirbúningur hafði þá staðið yfir í þrjú ár.
Mæðgurnar Guðrún Fjóla Kristjánsdóttir og Sigríður Hafliðadóttir í Kaffi Litlabæ í Skötufirði, eru fulltrúar Vestfjarða í myndinni.
Frásagnarmátinn er í anda „töfra raunsæis“ og er skrifaður söguþráður, sem bindur saman 5 stuttar heimildamyndir um konurnar.
Tvær ólíkar konur úr Reykjavík, ferðast saman um landið, hvor með sitt erindi, önnur listakona, hin vísindakona. Þær heimsækja kaffihúsin og í gengum það ferðalag kynnumst við konunum sem þau reka. Þá er kona, sem ætlar að vinna kökukeppni á Sólstöðuhátíð sveitarinnar og spákonu sem fylgist með öllu. Þjóðsögur og minni koma við sögu og tónlist spilar stóran þátt.
Tökur á einu söngatriði fóru fram á Ísafirði 7. Júní 2023 og fram koma þar í mynd, tveir Ísfirðingar; Torfi Einarsson og Aðalheiður Jóhannsdóttir, sem hér má sjá.
Önnur kaffihús, sem komið var við á eru; Gamla Fjós undir Eyjafjöllum – Heiða Björg Scheving, Kaffi Nesbær í Neskaupstað – Sigríður Þórbjörg Vilhjálmsdóttir, Frida Chocolate á Siglufirði – Fríða Björk Gylfadóttir og Samkomuhúsið á Arnarstapa – Ólína Gunnlaugsdóttir. Fjöldi annarra kemur fram, s.s. Kvennakórinn Ljósbrá, Eygló Scheving söngkona, Steinunn Jónsdóttir söngkona, Erla Ósk Arnardóttir listakona, Þorbjörg á Hala í Suðursveit, Júlía Hannam leikkona, Juan Camilo, gestir, íbúar sveitafélaganna og fjölskyldur þátttakenda.
Fulltrúar aðstandenda verkefnisins, verða á staðnum og segja frá tildrögum og úrvinnslu verksins í stuttu máli og verða til viðtals á eftir sýningu ef vill.
Það eru þær; Sigrún Vala Valgeirsdóttir og Svanlaug Jóhannsdóttir sem skrifa og leikstýra myndinni ( og leika eining ) ásamt Agnes Eydal, sem leikur eining aðalhlutverk.
Í tilkynningu frá þeim segir að þær hlakki til að sjá sem flesta en aðgangur er án endurgjalds.
Hér er linkur á kitlu: https://vimeo.com/741626470/94764f2154
Samfélagsmiðla: https://www.facebook.com/, https://www.instagram.com/gant_rouge_films/
Vefsíðu: https://gantrougefilms.com/