Um 180 manns á Sturluhátíð

Frá hátíðinni að Laugum

Sturluhátíðin, kennd við sagnaritarann Sturlu Þórðarson var haldin síðasta laugardag í Dölunum. Þrátt fyrir gular veðurviðvaranir, vatnselg, rok og rigningu komu um 180 manns á hátíðina í íþróttahúsinu að Laugum í Sælingsdal.

Fyrr um daginn var afhjúpað söguskilti á Staðarhóli, Saurbæ í Dölum, þar sem sagnaritarinn bjó á sinni tíð. Þau Guðrún Nordal, Sverrir Jakobsson og Óttar Guðmundsson fluttu erindi. Tónlistarflutningur var í höndum Ómars Guðjónssonar og Tómasar Ragnars Einarssonar sem og lestur hins síðarnefnda úr minningarbók sinni.

Að góðum íslenskum sið voru veglegar kaffiveitingar.

Næstu Sturluhátíðar verður að ári að Laugum og væntanlega Staðarhóli líka, laugardaginn 12 júlí 2025.

Formaður Sturlufélagsins er Einar K. Guðfinnsson fyrrv. ráðherra og forseti Alþingis.

Söguskilti afhjúpað.

Guðrún Nordal flytur erindi sitt.

Myndir: aðsendar.

DEILA