100 ár frá andláti lista­mannsins Guðmundar Thor­steins­sonar

Þann 26. júlí næst­kom­andi verða liðin 100 ár frá andláti lista­mannsins Guðmundar Thor­steins­sonar, jafnan betur þekktur undir nafninu Muggur.

Að því tilefni verður móttaka í gömlu smiðj­unni, sögu­ganga um Bíldudal og heitt á könn­unni í Muggsstofuá Bíldudal,

Gangan hefst á heimsókn í gömlu smiðjuna, Smiðjustíg 2, kl. 15:00. Þar mun Jói Öddu segja gestum frá sögu smiðjunnar og atvinnustarfsemi Péturs Thorsteinssonar, föður Muggs. Síðan tekur Jörundur Garðarsson við og leiðir hópinn um þorpið og segir frá sögu þess og Muggi. Gangan endar í Muggsstofu þar sem verður heitt kaffi á könnunni og opið hús.

Muggur var fæddur árið 1891 og því einingis 32 ára þegar hann lést úr berklum í Danmörku. Þrátt fyrir þennan unga aldur hafði list hans varanleg áhrif á íslenska listmenningu og listasögu.

Af verkum Muggs má nefna myndskreytta ævintýrið Sagan af Dimmalimm, klippimyndina Sjöundi dagur í Paradís og altaristöfluna Kristur læknar sjúka. Hann lék eitt af aðalhlutverkunum í fyrstu leiknu kvikmyndinni sem gerð var á Íslandi, Saga Borgarættarinnar, eftir sögu Gunnars Gunnarssonar.

DEILA