Hæstu heildartekjur í fyrra í Árneshreppi

Frá höfninni í Norðurfirði í Árneshreppi.

Hagstofa Íslands hefur birt upplýsingar um tekjur síðasta árs. Meðaltal heildartekna pr. framteljanda voru 9.229 þús. krónur yfir landið í heild.

Í öllum níu sveitarfélögum á Vestfjörðum voru mealtekjurnar lægri en landsmeðaltalið.

Hæstar voru meðaltekjurnar í Árneshreppi 99,5% af landsmeðaltalinu eða 9.186 þús kr. Næsthæstar voru meðaltekjurnar í Bolungavík 8.879 þús. kr. Vesturbyggð er í þriðja sæti með 8.810 þús kr. pr. framteljanda. Lægstar voru meðaltekjurnar í Reykhólahreppi 7.780 þús kr. sem gerir 84,2% af landsmeðaltalinu.

Heildartekjur pr. framteljanda. Mælt í þúsundum króna.

Tálknafjörður hæstur í atvinnutekjum

Þegar litið er eingöngu á atvinnutekjur breytist myndin. Þá eru atvinnutekjur á hvern framteljanda á síðasta ári hæstar í Tálknafjarðarhreppi 7.249 þús .kr. sem er 14% hærra en landsmeðaltalið 6.362 þús kr. Vesturbyggð er í öðru sæti með 6.547 þús kr. í meðalatvinnutekjur sem er 3% yfir landsmeðaltalinu.

Hér verður Árneshreppur í lægsta sæti yfir sveitarfélögin á Vestfjörðum með meðalatvinnutekjur 3.563 þús kr. sem er aðeins 56% af landsmeðaltalinu.

Meðaltal atvinnutekna pr. framteljanda mælt í þúsundum króna.

Launatekjur og aðrar starfstengdar tekjur, ökutækjastyrkur, dagpeningar og hlunnindi. Auk þess teljast reiknað endurgjald og tekjur erlendis, aðrar en fjármagnstekjur, til atvinnutekna.

DEILA