Golf: Minningarmót um Birgi Valdimarsson

Birgir Valdimarsson.

Fyrirhugað er golfmót til minningar um Birgi Valdimarsson á Tungudalsvelli 28. júlí næstkomandi, en Birgir hefði orðið 90 ára þann 30. júlí, en lést í janúar sl. 

Það er fjölskylda Birgis sem sér um skipulagningu mótsins en allur ágóði rennur til styrktar Golfklúbbs Ísafjarðar. Birgir var meðlimur klúbbsins í 40 ár og vann ötullega í þágu hans.

Leikið verður eftir fyrirkomulaginu Betri bolti (tveir saman í liði).
Veitt verða verðlaun á öllum par 3 brautum ásamt verðlaunum fyrir efstu sætin og úrdráttarverðlaun.


Mótið er opið öllum og eru áhugasamir hvattir til þess að skrá sig!


Fjöldi fyrirtækja hefur styrkt mótið um vinninga sem eru eftirfarandi:

Fatnaður frá 66 Norður
Drykkir frá Ölgerðinni
Gjafabréf frá Icelandair
Gjafabréf frá PLAY
Fiskur frá Jakobi Valgeir
Gjafabréf frá Berjaya hótelum
Kvöldverður fyrir fjóra á Tjöruhúsinu 

Gjafabréf á Snaps
Vörur frá Kerecis
Ferð fyrir tvo á Hesteyri með Sjóferðum
Vörur frá Innnes

Styrktaraðilar eru:

Guðmundur Fertram Sigurjónsson og Fanney Kristín Hermannsdóttir, 66 Norður. Ölgerðin, Icelandair, Play, Arnarlax, Hraðfrystihúsið Gunnvör, Jakob Valgeir, Berjaya hótel, Snaps, Kerecis, Sjóferðir og Innnes.

DEILA