Hvalárvirkjun: hefja framkvæmdir eftir tvö ár

Vesturverk ehf sem vinnur að Hvalárvirkjun gerir ráð fyrir í sínun áætlunum að hefja virkjunarframkvæmdir eftir tvö ár eða á árinu 2026. Áformað er að umsókn um virkjunarleyfi verði lögð inn snemma árs 2025 og undirbúningsframkvæmdir fari fram um sumarið. Framkvæmdaleyfið fáist á fyrri hluta árs 2026 og framkvæmdir hefjist þá um sumarið. Rekstur virkjunarinnar hefst samkvæmt þessum áætlunum á árinu 2030.

Þegar hefur verið undirritaður samningur um greiðslutryggingu Vesturverks fyrir kostnaði Landsnets við undirbúning tengilagnar. Um er að ræða kostnað að upphæð 295 m.kr. og verða 107 m.kr. greiddar á þessu ári og lokagreiðsla verður á árin u 2026.

Í reynd er um að ræða fyrirframgreiðslu á tengigjaldi/kerfisframlagi þar sem tryggingarfjárhæðin með vöxtum gengur upp í endanlegt tengigjald.

Landsnet hefur þegar á þessu ári undirbúning að umhverfismati fyrir línulögn og verkhönnun háspennulína- og strengja hefst. Umhverfismatið hefst svo á næsta ári og verði lokið 2027. Framkvæmdir hefjist 2028 og verði lokið tímanlega fyrir gangsetningu virkjunarinnar 2030.

DEILA