Matvælastofnun varar við sultu frá Helvíti og Smoothie blöndu

Matvælastofnun varar neytendur sem hafa ofnæmi-eða óþol fyrir gúteni eða fiski við Beikon og bennivíns kryddsultu frá fyrirtækinu Helvíti ehf. Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað allar kryddsultu með best fyrir dagsetningar  09.04.25 og 10.04.25.

Þá varar Matvælastofnun einnig við neyslu á einni framleiðslulotu af Red smoothie blöndu frá Gestus vegna þess að varnarefni eru yfir mörkum í bláberjum.

Krónan hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað vöruna.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Matvælastofnunar.

DEILA