Erla Björk Jónsdóttir er nýr formaður Héraðssambands Strandamanna

Árný Helga Birkisdóttur, íþróttamaður HSS, og Jökll Ingimundur Hlynsson, efnilegasti íþróttamaður HSS

77. ársþing Héraðssambands Strandamanna (HSS) var haldið fimmtudaginn 6. júní á Laugarhóli í Bjarnarfirði. Tuttugu og einn fulltrúi frá sex aðildarfélögum sótti þingið; þ.e. frá Umf. Geisla, Umf. Neista, Skíðafélagi Strandamanna, Golfklúbbi Hólmavíkur og Sundfélaginu Gretti.

Fundurinn var nokkuð hefðbundinn og ársreikningar og skýrsla stjórnar kynnt og bæði samþykkt. Einnig farið yfir nokkrar breytingatillögur og þær samþykktar.
Ný stjórn var kosin þar sem Jóhann Björn Arngrímsson gaf ekki kost á sér áfram sem formaður HSS en hann tók sæti sem varaformaður.  Erla Björk Jónsdóttir var kosin formaður í hans stað. Hildur Aradóttir var kosin gjaldkeri í stað Ragnars Bragasonar sem fór úr stjórn og kom Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir inn ný í stjórn sem ritari. Óskar Torfason, sem áður var varaformaður, tók sæti sem meðstjórnandi. 


Þá var íþróttafólk ársins 2023 valið. Íþróttamaður ársins hjá HSS árið 2023 var valin Árný Helga Birkisdóttir, fyrir góðan árangur á skíðum og efnilegasti íþróttamaður HSS var Jökull Ingimundur Hlynsson, fyrir góðan árangur í frjálsum íþróttum og gönguskíðum. Hvatningarbikar HSS fengu Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir og eldri borgarar fyrir dugnað og elju og mátti greina aukningu hjá þessum hópi og gott starf unnið hjá Ragnheiði Birnu.

RagnheiðurBirna Guðmundsdóttir fékk hvatningarbikar HSS 

DEILA