Vestri: fjármagna yngri flokka starf með veitingasölu

Þrír hjúkrunarfærðingar að störfum í veitingasölunni: Þórunn Pálsdóttir, Þuríður K. Vilmundardóttir og Hildur Elísabet Pétursdóttir. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Nokkrar duglegar konur bera hitann og þungan af sölu veitinga á leikjum Vestra í Bestu deildinni og hafa gert á undanförnum árum. Tekjurnar renna óskertar til yngra flokka starfsins en þær gefa vinnu sína og baka auk þess hluta af veitingunum.

Nú eru þær stórhuga og hafa sett stefnuna á að stækka og bæta aðstöðuna fyrir veitingasöluna með því að byggja ofan á aðstöðuna innan til við stúkuna. Þar á að vera veitingasala og salur fyrir gesti. Sif Huld Albertsdóttir, er ein þeirra sem stendur að þessu starfi. Hún segir að ætlunin sé að byggja hæðina í haust og ljúka því fyrir veturinn. Sif Huld var hvergi banginn og sagði að hópurinn hafi aðgang að mörgum velunnurum sem muni leggja lið við öflun fjár og leggi auk þess fram vinnu.

Vonast er til þess að með þessari viðbót fáist áfram fjármagn til yngri flokka starfsins og það kannski aukist eitthvað.

Sif Huld Albertsdóttir við störf á leik Vestra gegn Breiðablik.

Ofan á þennan flöt er ætlunin að byggja nýja aðstöðu til veitingasölu.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

DEILA