Gönguhátíðin í Súðavík

Hinn tignarlegi Kofri.

Hin árlega gönguhátíð í Súðavík verður á sínum stað um Verslunarmannahelgina og hefst hún með tónleikum í Melrakkasetrinu fimmtudaginn 3. ágúst. Bæði laugardagur og sunnudagur hefjast með sameiginlegum hafragraut með lifrapylsu og lýsisskammti og þá eiga allir að vera tilbúnir í góðar göngur.

Afar fjölbreyttar göngur eru í boði, gengið verður úr Skötufirði í Heydal í Mjóafirði, um Valagil, milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur um Þjófaskörð og Heiðarskar, á Sauratinda, upp í Naustahvilft og síðasta gangan er ganga á Kofra.

Nánari upplýsingar um göngurnar má fá hér.

bryndis@bb.is

DEILA