Ísafjörður: Sjávarútvegsskóli unga fólksins

Nemendur sjávaútvegsskólans í heimsókn hjá Arctic Fish.

Í vikunni var starfandi sjávarútvegsskóli unga fólksins á Ísafirði. Um er að ræða framtak Háskólans á Akureyri sem er kynning á sjávarútvegi fyrir nemendum í 8. bekk grunnnskóla. Tveir sjávarútvegsfræðingar Katrín Axelsdóttir og Kristianna Mjöll Arnardóttir annast námskeiðið sem er haldið víða um land. Þessa vikuna var það á Ísafirði og að sögn Katrínar verður næsta námskeið á Eskifirði.

Sjávarútvegsfyrirtækin standa straum af kostnaði með styrkjum en sjávarútvegsstofnun Háskólans á Akureyri sér um framkvæmdina.

Katrín segir að blandað sé saman leik og kynningu. Farið var til nokkurra fyrirtækja á svæðinu, HG í Hnífsdal, Kerecis, Arctic Fish, Jakobs Valgeirs og Háafells og fékk unga fólkið kynningu á starfsemi fyrirtækjanna.

Um þrjátíu nemendur sóttu sjávarútvegsskólann á Ísafirði að þessu sinni.

Vinnslusalurinn hjá Arctic Fish í laxasláturhúsinu í Bolungavík.

Nemendur sjávarútvegsskólans í laxasláturhúsi Arctic Fish.

DEILA