Bolungavíkurhöfn: 1.702 tonn í júní

Bolungavíkurhöfn í gær. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Landað var 1.702 tonnum af botnfiski í Bolungavíkurhöfn í síðasta mánuði. Er þá ótalinn eldislax í mánuðinum.

Strandveiðar skiluðu 465 tonnum af nærri 60 bátum og sjóstangveiðibátar komu með 13 tonn.

Togarinn Sirrý landaði 550 tonnum eftir 6 veiðiferðir. Einnig var Áskell ÞH á botvörpu en hann kom með 52 tonn í einni löndun.

Tveir bátar voru á dragnótaveiðum og öfluðu ágætlega. Ásdís ÍS var með 223 tonn og Þorlákur ÍS 191 tonn.

Línubátarnir Fríða Dagmar ÍS og Jónína Brynja ÍS fóru 9 og 10 róðra í júní. Fríða dagmár ÍS kom með 66 tonn að landi og Jónín Brynja ÍS var með 75 tonn.

DEILA