Skaginn 3X gjaldþrota

Fyr­ir­tækið Baader Skag­inn 3X á Akra­nesi óskaði eft­ir því við dóm­ara í gær að verða tekið til gjaldþrota­skipta og munu 128 starfs­menn fyr­ir vikið missa vinn­una.

Þetta staðfest­ir Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, við mbl.is. 

Það var í ágúst á síðasta ári sem öllum 27 starfsmönnum Skagans 3X á Ísafirði var sagt upp störfum og starfsstöðinni lokað og sameinuð þeirri á Akranesi. 

Skaginn 3X er í eigu þýska félagsins Baader, sem sérhæfir sig í matvælavinnslu. Þýska félagið eignaðist Skagann 3X fyrir fáum árum síðan.

DEILA