Þingeyri: búið að loka fyrir ókeypis rafhleðslustöðina

Hin umdeilda hleðslustöð á Þingeyri.

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir að búið sé að slá út rafhleðslustöðinni á Þingeyri við íþróttamiðstöðina „enda gengur ekki að Ísafjarðarbæ sé að gefa rafmagn þegar annarri aðili er reka hleðslustöð nánast á sama bletti.“

Á þriðjudaginn birti Bæjarins besta frétt um hleðslustöð við íþróttamiðstöðina á Þingeyri til þess að hlaða rafmagnsbíla, þar sem aðgangur var frjáls og engin greiðsla innheimt fyrir rafmagnið. Kostnaðurinn lendir því á Ísafjarðarbæ. Aðgangur að hleðslustöðinni er ekki bundinn því að viðkomandi sé gestur í íþróttamiðstöðinni eða sundlauginni.

Svo vill til að Orkubú Vestfjarða er með tvöfalda hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla á sama bílastæði en notendur hennar þurfa að greiða fyrir rafmagnið.

Ekki liggur fyrir hversu lengi þetta ástand var við lýði.

DEILA