Nemendur Háskólaseturs rannsaka sjávarspendýr á Húsavík

Meistaranemar Háskólaseturs Vestfjarða hafa í mörg ár tekið þátt í vettvangsnámskeiði á Húsavík sem er haldið yfir sumartímann á vegum Rannsóknaseturs HÍ á Húsavík. Námskeiðið kallast “Aðferðir við rannsóknir á sjávarspendýrum” og er hluti af Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ.

Í ár var í fyrsta sinn gert samkomulag milli Háskólaseturs Vestfjarða og Háskóla Íslands þar sem komið var á formlegu samstarfi um námskeiðið á Húsavík.

Breytingarnar fela meðal annars í sér að tilteknum fjölda nemenda í meistaranámi í Haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða sé tryggður aðgangur að námskeiðinu.

“Í sambandi við þetta staka vettvangsnámskeið hefur árum saman töluverður fjöldi þátttakenda komið frá Háskólasetri og er því eðlilegt að formgera samstarfið betur” – segir Peter Weiss, forstöðumaður Háskólasetur Vestfjarða.

DEILA