UMFÍ og Højskolernes Hus í Kaupmannahöfn eru með samstarfssamning um verkefni tengd námsdvöl íslenskra ungmenna í dönskum lýðháskólum. Højskolernes Hus heldur utan um alla lýðháskóla í Danmörku og því er námsframboðið fjölbreytt.
Markmið með styrkveitingunni er að gefa ungu fólki tækifæri til að víkka sjóndeildarhring sinn. Einnig tækifæri til að kynnast nýju tungumáli og menningu, auka færni sína og þekkingu á völdu sviði í gegnum óformlegt nám og styrkja leiðtogatogahæfileika sína um leið.
Umsóknarfrestir eru tvisvar sinnum á ári. Á haustin er opið fyrir umsóknir fyrir haustönn og heilt skólaár. Um áramót er opið fyrir umsóknir fyrir vorönn.