Þingeyri: frítt rafmagn á bíla við íþróttamiðstöðuna

Hin umdeilda hleðslustöð á Þingeyri.

Við íþróttamiðstöðina á Þingeyri er stöð til þess að hlaða rafmagnsbíla, þar sem samkvæmt heimildum Bæjarins besta aðgangur er frjáls og engin greiðsla innheimt fyrir rafmagnið. Kostnaðurinn lendir á Ísafjarðarbæ. Aðgangur að hleðslustöðinni er ekki bundinn því að viðkomandi sé gestur í íþróttamiðstöðinni eða sundlauginni.

Orkubú Vestfjarða er með tvöfalda hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla á sama bílastæði.

Leitað hefur verið eftir skýringum hjá Ísafjarðarbæ og Bæjarins besta bíður eftir svörum frá Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra um það hvort þetta geti verið rétt að svona sé í pottinn búið.

DEILA