Á laugardaginn kemur fer fram mót í sjávarútvegsmótaröðinni, Íslandssögumótið.
Íslandssaga á Suðureyri heldur upp á 25 ára afmæli um þessar mundir og í tilefni af því mun Íslandssaga færa Krabbameinsfélaginu Sigurvon styrk eftir árangri kylfinga í mótinu. Hefur Íslandssaga heitið á kylfinga og mun greiða
10.000 kr. fyrir hvern fugl.
50.000 kr. fyrir hvern örn.
100.000 kr. fyrir holu í höggi.
Kylfingar eru hvattir til þess að skrá sig tímanlega, skráning á golfbox.
Um liðna helgi fóru fram tvö mót í sjávarútvegsmótaröðinni, Oddamótið á Patró og Arnarlaxmótið á Bíldudal.
Í Oddamótinu á Patreksfirði voru 40 keppendur, sem verður að teljast mjög góð þátttaka. Sigurvegari varð Viktor Páll Magnússon frá Golfkúbbi Ísafjarðar.
Á Arnarlaxmótinu á Bíldudal luku 64 kylfingar leik, þar af 16 konur, 3 ungl og 45 karlarÁsgrir Óli Kristjánsson vann höggleik karla með 72 höggum og Magnús Óskar Hálfdánarson GBB vann punktsmótið 43 p, Pétur Arnar Kristjánsson vann unglingaflokinm með 38 p. Í kvennaflokki varð hlutskörpust Hrafnhildur Sigurðardóttir frá Golfkúbbnum Leyni.
Úrslit í mótunum má finna hér:
Uppfært kl 17:18. leiðréttar upplýsingar um Arnarlax mótið.