Fjórðungssamband Vestfirðinga: hætta þátttöku í Earth Check umhverfisstjórnun

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur samþykkt að taka undir tillögu framkvæmdaráðs Earth Check á Vestfjörðum um að hætta þátttöku í Earth Check og fól starfsmönnum og framkvæmdaráði að hefja undirbúning að nýju umhverfisstjórnunarkerfi í samráði við sveitarfélögin á Vestfjörðum.

Segir stjórnin að af margvíslegum ástæðum, hafi EarthCheck kerfið aldrei virkað sem stjórntæki sveitarfélaganna í ákvarðanatöku sinni og því aldrei virkað sem umhverfisstjórnunarkerfi eins og því er ætlað. Telur stjórnin að nýta eigi tímann fram að næsta fjórðungsþingi til þess að fara yfir aðra kosti í umhverfisstjórnun , skapa umræðu og hafa samráð út í sveitarfélögin.

Tillaga stjórnar fjóðrungssambandsins verður tekin fyrir hjá hverju sveitarfélagi fyrir sig.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tók málið fyrir í morgun og samþykti að hætta í verkefninu Earth Check þar sem þátttaka hafi ekki skilað þeim árangri sem lagt var upp með.

DEILA