Viðhaldsframkvæmdir og tjörublæðingar

Mynd úr safni, ekki er reiknað með að staðan sé svona slæm.

Vegagerðin varar við tjörublæðingum í Norðurárdal í Borgarfirði og töfum á umferð vegna viðhaldsframkvæmda. Talsverðar framkvæmdir eru frá Borgarnesi að Laugabakka í Miðfirði og blettanir í Dölunum.

Eru vegfarendur beðnir um að aka varlega um nýlögð svæði, virða stöðvunarskyldu og hraðatakmarkanir á vinnusvæðum til að lágmark umferðartafir og tjón vegna steinkasts.

Hálendiskort Vegagerðarinnar eru uppfærð oft á dag og vegfarendur um hálendið verða að fylgjast með á heimasíðu Vegagerðarinnar.

bryndis@bb.is

DEILA