Í tilefni sameiningar – Þorpin þrjú

Ljóðasetrið sótti um og fékk styrk frá Vesturbyggð vegna verkefnis sem kallast Þorpin þrjú og er haldið í tilefni af sameiningu Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps nú á dögunum.

Í þessu nýja sameinaða sveitarfélagi eru þrjú þorp og eitt þeirra, Patreksfjörður, þorpið hans Jóns úr Vör. Hin tvö eru Bíldudalur og Tálknafjörður. Verða viðburðir í þorpunum þremur dagana 4. og 5. júlí.

Skáldin sem koma fram eru Ólafur Sveinn Jóhannesson frá Tálknafirði og Þórarinn Hannesson frá Bíldudal og sérstakur gestur verður Birta Ósmann, sem á dögunum var útnefnd bæjarlistamaður Vesturbyggðar 2024.

Ólafur og Þórarinn hafa báðir samið töluvert af ljóðum um æskuslóðir sínar fyrir vestan og munu þeir flytja þau auk ljóða Jóns úr Vör í tali og tónum og Birta mun flytja ljóð úr bókum sínum. Auk þess mun Þórarinn segja frá starfsemi Ljóðasetursins.

Í lok hvers viðburðar verður spjall um þorpin þrjú í nútíð og þátíð.

DEILA