Bónus Ísafirði: 300 fermetra stækkun

Bónus Ísafirði hefur tekið í noktun 300 fermetra stækkun á húsnæði verslunarinnar. Pólska búðin sem var þar, er flutt upp á aðra hæð í sama húsi og heldur áfram starfsemi sinni.

Endurbætur á húsninu hófust í febrúar og stóðu yfir til loka maí. Þá tóku við endurbætur og breytingar á versluninni sjálfri og er þeim nýlokið. Uppröðun og flæði var breytt, allt aðgengi stórbætt, vöruvalið aukið og gert sem líkast öðrum verslunum Bónus. Einnig voru settar upp rafrænar verðmerkingar, nýjar merkingar innan og utan. Sjálfsafgreiðslukassar og Gripið & greitt hefur verið tekið í notkun sem er nýjung í Bónus Ísafirði en með þeim standa eftir 3 venjulegir nýir beltakassar, þannig að í dag eru 7 afgreiðslu möguleikar í einu hverju sinni í stað 4 beltakassa áður.

Verslunin var opin allan tímann sem endurb´tur stóðu yfir. 1.júní sl var afmælis-opnunarhátíð eftir þessar breytingar og fagnað 25 árum verslunar Bónus á Ísafirði, sem jafnframt er elsta landsbyggðar verslun fyrirtækisins með samfelldan rekstur á sama stað.

Björgvin Víkingsson framkvæmdastjóri Bónus afhenti Sigurði slökkviliðsstjóra hjá Slökkviliði Ísafjarðarbæjar peningastyrk til kaupa á handtæki fyrir ómskoðun fyrir fyrstu hjálp í sjúkrabíl með þakklæti til þeirra og samfélagsins alls frá Bónus.

Verslunarstjóri Bónus Ísafirði í dag er Nikolas Knop, aðstoðarverslunarstjóri Aleksander Koszałka.

Svæðisstjóri Bónus er Jón Ævar Sveinbjörnsson.

Umsjón með breytingunum fyrir hönd Bónus hafði Auðunn Pálsson, en hefur séð um þessa hluti síðustu 25 árin fyrir verslunarsamstæðuna og var þetta lokaverkefni hans.

Starfsmenn með nýja Bónusmerkið.

Endurbæturnar voru miklar.

Gripið og greitt er nýjung.

DEILA