Ferðafélag Ísfirðinga stóð fyrir gönguferð yfir Álftafjarðarheiði í gær þar sem gengið var frá Seljalandi í Álftafirði um Álftafjarðarheiði og yfir að Kirkjubóli í Korpudal.
30 manns tóku þátt í ferðinni en fararstjórar voru Barði Ingibjartsson og Ómar Smári Kristinsson.
Ferðafélagið stendur fyrir fjölda ferða í sumar en nánar má lesa um þær á vefsíðu félagsins, ferdafis.is, og Facebooksíðu félagsins.
Myndir: Ómar Smári/Facebooksíða Ferðafélags Ísfirðinga.